9.1.2014 | 14:38
Sprengingar í Reykjavík
Myndin hér að neðan er frá Baghdad í Írakstríðinu. Nú er búið að sprengja flugelda í meira en mánuð í 101, ekki veit ég hvort það er jafnslæmt í öðrum póstnúmerum, en verð að viðurkenna að taugarnar eru orðnar ansi slitnar eftir þessar vikur.
Mér hefur alltaf þótt afar gaman af flugeldum og blysum og öllu þvílíku. En nú er verið að sprengja ennþá, klukkan er 14:35, þetta er venjulegur fimmtudagur. Hundarnir mínir - og öll gæludýr á höfuðborgarsvæðinu - eru orðin taugaspennt af þessu. Við skuldum málleysingjunum betra ástand en að láta þá búa við sprengingar í margar vikur, allan daginn, mörg kvöld, og alveg fram á nótt, það er ekki óvanalegt að heyra sprengingar klukkan tvö eftir miðnætti, því miður
Snúum almenningsálitið gegn þeim sem eru að sprengja eftir þrettándann. Þetta er ekki töff lengur. Jólin eru búin, og þar að auki er ólöglegt að nota flugelda eftir 6. jan. Við búum ekki í Baghdad eða Damascus. Ekki kvekkja dýrin lengur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.