Sveinstorg og minningar.

13.06.19

Stundum man maður hlutina ekki.  En mig minnir endilega að teikningu Bankastrætis 14 var breytt vegna umferðaröryggis, ekki vegna sjónlínu við Hallrímskirkju, en hún var ennþá umdeild þegar nr. 14 var byggt.  

Nú þegar elsku túrhestarnir eru að vappa hist og píst, þá er má alveg ræða og rita um sjónlínu við kirjuna blessaða. Í maí sl., loksins þegar ég ætlaði að fara upp í til þess að sjá útsýnið (afsökunin var að ég var með gesti frá US of A), þá var verið að skipta um lyftu.  Hef einsett mér að fara í sumar.

Ekki var hægt að ganga upp turninn heldur verður að taka lyftuna.  Hvað segir eldvarnarmenn? Má einungis hafa lyftu? Eða verður að treysta á hið Guðlega vald?

Á vinnustað mínum ætlaði allt um koll að keyra þegar Brunavarnareftirlitið kom og gerði athugasemdir við flóttaleiðum og þvílíku. Er ansi ári hrædd um að þetta standist ekki alveg, hvað sem ástæðu við breytingu húss nr 14 við Bankastræti líður.

Er ánægð með að Sveinn eigandi Session Craft Bar ætlar að lífga upp á svæðið.

Glasið er pottþétt hálf fullt.

Góðar stundir.


mbl.is Hressa upp á grátt torg í bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengingar í Reykjavík

Myndin hér að neðan er frá Baghdad í Írakstríðinu.  Nú er búið að sprengja flugelda í meira en mánuð í 101, ekki veit ég hvort það er jafnslæmt í öðrum póstnúmerum, en verð að viðurkenna að taugarnar eru orðnar ansi slitnar eftir þessar vikur.

Mér hefur alltaf þótt afar gaman af flugeldum og blysum og öllu þvílíku.  En nú er verið að sprengja ennþá, klukkan er 14:35, þetta er venjulegur fimmtudagur.  Hundarnir mínir - og öll gæludýr á höfuðborgarsvæðinu - eru orðin taugaspennt af þessu.  Við skuldum málleysingjunum betra ástand en að láta þá búa við sprengingar í margar vikur, allan daginn, mörg kvöld, og alveg fram á nótt, það er ekki óvanalegt að heyra sprengingar klukkan tvö eftir miðnætti, því miður

Snúum almenningsálitið gegn þeim sem eru að sprengja eftir þrettándann.  Þetta er ekki töff lengur.  Jólin eru búin, og þar að auki er ólöglegt að nota flugelda eftir 6. jan.  Við búum ekki í Baghdad eða Damascus.  Ekki kvekkja dýrin lengur. 

Baghdad


Bloggið uppfært.

Þá er búið að Opna og uppfæra bloggið, sem átti að skrifa í fyrir einum fjórum árum síðan.  Áætlunin er að skrifa stuttar og hnitmiðaðar færslur.  Þetta verða ekki persónuleg skrif, frekar almennar íhuganir og athugasemdir á líðandi stundu.  Allir eiga að geta skrifað athugasemdir a.m.k. til að byrja með og þá sjáum við til hvaða stefnu þetta tekur. 

Fyrsta hugsunin sem ég fékk við uppfærslu bloggsins er reyndar hvort ekki er komið íslenzkt orð fyrir blogg?  Er það ef til vill samskiptavefur, eða ætli það sé einungis Twitter og Facebook?

Meira síðar ef vel gengur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband