Færsluflokkur: Spaugilegt

Sveinstorg og minningar.

13.06.19

Stundum man maður hlutina ekki.  En mig minnir endilega að teikningu Bankastrætis 14 var breytt vegna umferðaröryggis, ekki vegna sjónlínu við Hallrímskirkju, en hún var ennþá umdeild þegar nr. 14 var byggt.  

Nú þegar elsku túrhestarnir eru að vappa hist og píst, þá er má alveg ræða og rita um sjónlínu við kirjuna blessaða. Í maí sl., loksins þegar ég ætlaði að fara upp í til þess að sjá útsýnið (afsökunin var að ég var með gesti frá US of A), þá var verið að skipta um lyftu.  Hef einsett mér að fara í sumar.

Ekki var hægt að ganga upp turninn heldur verður að taka lyftuna.  Hvað segir eldvarnarmenn? Má einungis hafa lyftu? Eða verður að treysta á hið Guðlega vald?

Á vinnustað mínum ætlaði allt um koll að keyra þegar Brunavarnareftirlitið kom og gerði athugasemdir við flóttaleiðum og þvílíku. Er ansi ári hrædd um að þetta standist ekki alveg, hvað sem ástæðu við breytingu húss nr 14 við Bankastræti líður.

Er ánægð með að Sveinn eigandi Session Craft Bar ætlar að lífga upp á svæðið.

Glasið er pottþétt hálf fullt.

Góðar stundir.


mbl.is Hressa upp á grátt torg í bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband